Mildi að ekki hafa orðið stórslys á svæðinu
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir bókun stjórnar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur frá 12. febrúar sl. og krefst þess að yfirvöld tryggi að rekstrargrundvöllur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði styrktur verulega með það að leiðarljósi að íbúar á Suðurnesjum njóti bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og að starfsmenn og starfsemi HSS búi við góða starfsaðstöðu.
Þá skorar bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á yfirvöld að lokið verði sem fyrst við tvöföldun Reykjanesbrautar í heild sinni. Í ljósi aðstæðna sem skapast hafa á árinu má teljast mildi að ekki hafa orðið stórslys á svæðinu og mikilvægt er að tryggja umhverfið áður en að slíku kemur.