Miklar skemmdir unnar á áhorfendastúku
Miklar skemmdir hafa verið unnar á áhorfendastúkunni á Keflavíkurvelli allt síðan í vetur. Er nú svo komið að varla líður sá dagur þar sem vallarstarfsmenn ganga ekki fram á brotna stóla sem liggja á víð og dreif.
Sætin fékk félagið að gjöf frá KSÍ þegar sambandið skipti um sæti á Laugardalsvelli í fyrra.
Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að skemmdarverkin hefðu verið linnulaus að undanförnu. Um 70 sæti hefðu verið eyðilögð og nú væri svo komið að aukasætin væru á þrotum. Verði meira um slíkt þyrfti félagið að leggja í mikinn kostnað til að kaupa ný sæti.
Rúnar sagði að rætt hafi verið við bæjaryfirvöld og jafnvel standi til að koma upp eftirlitsmyndavélum við stúkuna til að varna frekari skemmdum.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um skemmdarvargana er bent á að hafa samband við lögreglu.
VF-myndir/Þorgils