Miklar framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Miklar framkvæmdir eru við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þessa dagana. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við stækkun möttökusalar sem fyrst til að mæta mikilli aukningu farþega sem leggja leið sína um flugstöðina.
Salurinn verður stækkaður um 1000 fermetra og er hluti af umtalsverðum framkvæmdum við flugstöðina sem mun taka næstu árin.
Þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá voru iðnaðarmenn í óða önn að glerja skálann umhverfis nýja salinn.
VF-mynd/Þorgils Jónsson