Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miklar endurbætur á Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði
Miðvikudagur 26. maí 2004 kl. 14:56

Miklar endurbætur á Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði

Íþróttamiðstöðin í Sandgerði lokaði þann 17. maí vegna framkvæmda. Stefnt er að því að opna sundlaugina 1. júní en ekki er vitað hvort það tekst og gæti það því dregist um nokkra daga. Á vef Sandgerðisbæjar er greint frá því að til standi að lagfæra vatnslagnir og að verið sé að mála og flísaleggja.
Í sumar verður síðan ráðist í framkvæmdir við viðgerðir á þaki og klæðingu hússins.

Töluverðar breytingar verða gerðar á sjálfum íþróttasalnum þar sem að skipta á um gólfefni, loka fyrir glugga og setja upp hljóðdempandi klæðningu. Gólfefnið er sömu tegundar og nýlega var lagt á gólf íþróttahússins við Sunnubraut. Kemur þá einnig fram á vefsíðu Sandgerðisbæjar að samskonar parket er að finna í mörgum bestu íþróttahöllum heimsins s.s. á heimavöllum NBA-liðanna Bolton Celtics, Dallas Mavericks og New York Knicks.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024