Miklar breytingar í Grindavík
Miklar breytingar verða í bæjarstjórn Grindavíkur ef marka má nýjustu tölur af talningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningum þar. Sjálfstæðismenn ná inn þremur mönnum en höfðu einn áður. Framsóknarmenn tapa einum manni og Listi Grindvíkinga tapar einnig manni til Sjálfstæðisflokksins.
Þegar talin hafa verið 88,6% atkvæða í bæjarstjórnarkosningunum í Grindavík, eru nýjustu tölur þessar:
B listi Framsóknar - 304 atkvæði og 2 bæjarfulltrúa
D listi Sjálfstæðisflokks - 545 atkvæði og 3 bæjarfulltrúa
G listi Listi Grindvíkinga - 225 atkvæði og 1 bæjarfulltrúa
S listi Samfylkingar - 202 atkvæði og 1 bæjarfulltrúa
Auð og ógild 23 atkvæði
Bæjarfulltrúar
Hjálmar Hallgrímsson (D)
Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm (B)
Guðmundur Pálsson (D)
Kristín María Birgisdóttir (G)
Marta Sigurðardóttir (S)
Jóna Rut Jónsdóttir (D)
Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)