Miklar breytingar boðaðar á vinnuskóla Grindavíkur
Gert er ráð fyrir miklum breytingum á vinnuskóla Grindavíkur í sumar þar sem vinnustundum kemur til með að fækka auk þess sem nemendur fá úthlutað vinnutímabilum og því verða ekki allir árgangar við störf á sama tíma. Þetta kemur fram í tillögu að vinnufyrirkomulagi sumarið 2023 sem lögð var fram í frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar í síðustu viku.
Undir þessum lið sátu fundinn þau Emilía Ósk Jóhannesdóttir, formaður ungmennaráðs, Tómas Breki Bjarnason, varaformaður ungmennaráðs, Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumanns Þrumunnar, og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar.
Á fundinum var einnig lögð fram áskorun frá ungmennaráði um fjölgun vinnustunda í vinnuskólanum í sumar. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að útfæra breytingar á vinnufyrirkomulaginu.