Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa
Þriðjudagur 6. desember 2022 kl. 08:09

Mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa

Kauptilboð Sveitarfélagsins Voga í þrjá eignarhluta í Iðndal 2 hefur verið samþykkt af seljanda. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tók málið fyrir á síðasta fundi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð. Með kaupunum er stigið mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa og því mikilvæga verkefni að koma á fót þjónustu heilsugæslu í Vogum.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu lánasamnings vegna kaupanna sem jafnframt verður lagður fram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024