Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjárveitingu í ANDRÝMI
Veggmynd á bílskúr við Sólvallagötu í Keflavík er m.a. afrakstur verkefnisins.
Mánudagur 9. október 2023 kl. 09:03

Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjárveitingu í ANDRÝMI

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fagnar skemmtilegu, mikilvægu og metnaðarfullu verkefni sem ANDRÝMI í Reykjanesbæ er og segir að mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjárveitingu til verkefnisins.

Reykjanesbær óskaði eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði með tímabundnum lausnum. Verkefnið stóð yfir frá maí fram í miðjan september. ANDRÝMI er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu. Margrét L. Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, kynnti verkefnaskil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fundargögnum ráðsins má sjá skýrslu um ANDRÝMI og þau verkefni sem unnið var að í sumar og kostnað við verkefnin.