Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að ýta á Umhverfisstofnun
Þriðjudagur 29. ágúst 2017 kl. 10:51

Mikilvægt að ýta á Umhverfisstofnun

„Ég hef alla tíð verið á móti þessari stóriðjustefnu í Helguvík og var mjög mikið á móti álverinu, segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, í samtali við Víkurfréttir, en hún vill sjá kísilverksmiðju United Silicon lagða niður.

„Ég er fegin að álverið sé ekki farið í gang og ég vona að það eigi ekki eftir að gera það. Heimildin fyrir mengun í þessum starfsleyfum er töluverð,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að bæjarbúar haldi áfram að ýta á Umhverfisstofnun. „Við þurfum að senda inn kvartanir og láta í okkur heyra.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024