Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að ná niður fjölda flóttafólks fyrir lok árs
Laugardagur 28. janúar 2023 kl. 08:05

Mikilvægt að ná niður fjölda flóttafólks fyrir lok árs

„Með framlengdum samningni um samræmda móttöku flóttafólks vill velferðarráð Reykjanesbæjar leggja aðaláherslu á að senda skýr skilaboð til félags- og vinnumarkaðsráðherra um að í lok ársins 2023 verði ljóst að markmið samningsins standi um að ná fjöldanum úr 350 manns niður í 150 manns,“ segir í bókun ráðsins 18. janúar sl.

Í bókuninni segir einnig að starfsfólk Reykjanesbæjar, helst ráðgjafar, kennarar og leikskólakennarar hafi staðið sig með eindæmum vel í því að taka á móti fólki á flótta en með þessum mikla fjölda fólks hafi verið gríðarlegt álag á félagsþjónustu sveitarfélagsins. „Það gefur augaleið að innviðir okkar munu til framtíðar ekki ráða lengur við þetta umfangsmikla verkefni, sér í lagi ef fjöldinn eykst meira í sveitarfélaginu á næstu misserum. Með innviðum erum við að vísa í félagsþjónustu sveitarfélagsins, heilbrigðisþjónustu, menntastofnanir (fjölbrautaskólann, grunnskólana og leikskólana) auk löggæslunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Velferðarráð mun fylgja verkefninu vel eftir á árinu og upplýsa bæjarstjórn um framgang samningsins og vonast eftir góðu samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.“

Undir bókunina rita:

Sigurrós Antonsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir, Andri Fannar Freysson, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir og Eyjólfur Gíslason.