Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikilvægt að kynnast Suðurnesjum
Hildur Jakobína Gísladóttir tók á dögunum við stöðu forstöðumanns VMST á Suðurnesjum. Hún er þessa dagana að kynnast samfélaginu á svæðinu. VF-mynd/dagnyhulda
Þriðjudagur 31. janúar 2017 kl. 06:00

Mikilvægt að kynnast Suðurnesjum

Hildur Jakobína Gísladóttir tók í byrjun árs við stöðu forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Hildur er með grunnmenntun í sálfræði, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá sama skóla. Undanfarin ár hefur hún starfað sem félagsmálastjóri á Ströndum, í Reykhólahreppi og í Hvalfjarðarsveit. Árið 2014 stofnaði hún ráðgjafafyrirtækið Officium ráðgjöf ásamt Brynju Bragadóttur heitinni þar sem þær sinntu meðal annars stjórnendaráðgjöf.

Nýja starfið leggst vel í Hildi. „Það er alltaf gaman að koma inn í ný samfélög. Mér finnst mikilvægt að kynnast samfélaginu hérna á Suðurnesjum og ég mun vinna markvisst í því næstu daga og mánuði. Sennilega veitir maður betri ráðgjöf og þjónustu þegar maður skilur bakgrunn, samsetningu, sögu og menningu samfélagsins.“ segir Hildur sem ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík en býr nú í Garðabæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024