Mikilvægt að kunna mörg tungumál
Í dag, 8. feb. verður evrópskt ár tungumála 2001 sett á Íslandi. Evrópusambandið og Evrópuráðið stendur fyrir verkefninu. Lögð er áhersla á mikilvægi tungumála og markmiðið er að allir Evrópubúar geti ráðið yfir a.m.k. þremur tungumálum. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kemur að þessu verkefni og mun leggja sitt af mörkum til að hvetja fólk til tungumálanáms
og bjóða upp á ýmsa valmöguleika á því sviði.
Skal vi snakke sammen?
Að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS, er mikilvægt Íslendingar geti tjáð sig á Norðurlandamálum þó að flestir geti bjargað sér á ensku.
„Norðurlöndin eru okkar nánustu samstarfsþjóðir á ýmsum sviðum. Flestir tala ensku en menn geta alltaf bætt sig. MSS mun bjóða upp á fjölmörg námskeið m.a. í samvinnu við háskólann þar sem menn geta lært t.d. hagnýta ensku fyrir sitt starfssvið, t.d. viðskiptaensku eða ensku fyrir
matreiðslumenn. Í næstu viku erum við að byrja með námskeið fyrir byrjendur í ítölsku, spænsku, frönsku og ensku. Spænskan er reyndar framhald frá því í haust. Meiningin er sú að þeir sem fara á spænskunámskeiðið geti heimsótt Spán í vor í sameiginlegir ferð og vel er athugandi að reyna að kynnast löndum og lýð í tengslum við annað tungumálanám líka. Tungumálið verður þannig miklu líflegra“, segir Skúli. Kennslan á námskeiðunum fer fram með hefðbundnum hætti en að sögn Skúla er meiri áhersla á talað en ritað mál. Næsta haust verður síðan bæði boðið upp á framhaldsnámskeið og ný námskeið fyrir byrjendur.
Karlar við pottana
Starfið í MSS er nú að fara af stað af fullum krafti eftir jólafrí. Um 40 nemendur stunda nú fjarnám í hjúkrunarfræði og rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri, tölvunámskeið fyrir byrjendur hafa verið mjög vinsæl sem og ýmis konar atvinnutengd námskeið en í næstu viku verða einmitt tvö námskeið, annað um þjónustu og hitt um markaðsfræði. Í haust hefst síðan
háskólanám fyrir leikskólakennara. Þeir sem vilja kynna sér námsframboð MSS geta fengið allar upplýsingar í bæklingi sem MSS gaf út og dreifði nú í janúar eða haft samband við miðstöðina.
„Við erum einnig að fara af stað með spennandni matreiðslunámskeið ekki síst fyrir karlmenn og svo er verið að undirbúa námskeið í sérhæfðri matargerð, t.d indverskum réttum“, segir Skúli um þær nýungar sem verða á dagskrá með hækkandi sól.
Þarfagreining kemur í góðar þarfir
Finnst þér fólk vera orðið meðvitað um tilvist og þjónustu þessarar stofnunar?
„Já, margir vita orðið af okkur og við fáum sérstaklega mikið af fyrirspurnum um íslenskukennslu fyrir nýbúa. Við höfum verið með námskeið fyrir leikskólakennara, skólafulltrúa og ófaglært fólk. Það er einnig að aukast að fyrirtæki hafi samband við okkur og vilji fá sérsniðin námskeið fyrir sitt starfsfólk. Við erum einmitt nýbúin að auglýsa eftir starfsmanni til að fara í þarfagreiningu fyrir símenntun í atvinnulífinu. Ég bindmiklar vonir við að það muni efla starfsemina, ekki bara starfsemi miðstöðvarinnar heldur einnig koma atvinnulífinu mjög til góða“, segir Skúli. Starfsmaðurinn mun hefja störf með vorinu og þegar hefur fengist fjármagn frá starfsmenntasjóði Flóabandalagsins og atvinnulífsins, Starfsafli, í það verkefni. „Að við skulum hafa fengið þessa fjárveitingu sýnir að atvinnulífið hefur trú á mikilvægi þessarar þarfagreiningar“, sagði Skúli.
og bjóða upp á ýmsa valmöguleika á því sviði.
Skal vi snakke sammen?
Að sögn Skúla Thoroddsen, forstöðumanns MSS, er mikilvægt Íslendingar geti tjáð sig á Norðurlandamálum þó að flestir geti bjargað sér á ensku.
„Norðurlöndin eru okkar nánustu samstarfsþjóðir á ýmsum sviðum. Flestir tala ensku en menn geta alltaf bætt sig. MSS mun bjóða upp á fjölmörg námskeið m.a. í samvinnu við háskólann þar sem menn geta lært t.d. hagnýta ensku fyrir sitt starfssvið, t.d. viðskiptaensku eða ensku fyrir
matreiðslumenn. Í næstu viku erum við að byrja með námskeið fyrir byrjendur í ítölsku, spænsku, frönsku og ensku. Spænskan er reyndar framhald frá því í haust. Meiningin er sú að þeir sem fara á spænskunámskeiðið geti heimsótt Spán í vor í sameiginlegir ferð og vel er athugandi að reyna að kynnast löndum og lýð í tengslum við annað tungumálanám líka. Tungumálið verður þannig miklu líflegra“, segir Skúli. Kennslan á námskeiðunum fer fram með hefðbundnum hætti en að sögn Skúla er meiri áhersla á talað en ritað mál. Næsta haust verður síðan bæði boðið upp á framhaldsnámskeið og ný námskeið fyrir byrjendur.
Karlar við pottana
Starfið í MSS er nú að fara af stað af fullum krafti eftir jólafrí. Um 40 nemendur stunda nú fjarnám í hjúkrunarfræði og rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri, tölvunámskeið fyrir byrjendur hafa verið mjög vinsæl sem og ýmis konar atvinnutengd námskeið en í næstu viku verða einmitt tvö námskeið, annað um þjónustu og hitt um markaðsfræði. Í haust hefst síðan
háskólanám fyrir leikskólakennara. Þeir sem vilja kynna sér námsframboð MSS geta fengið allar upplýsingar í bæklingi sem MSS gaf út og dreifði nú í janúar eða haft samband við miðstöðina.
„Við erum einnig að fara af stað með spennandni matreiðslunámskeið ekki síst fyrir karlmenn og svo er verið að undirbúa námskeið í sérhæfðri matargerð, t.d indverskum réttum“, segir Skúli um þær nýungar sem verða á dagskrá með hækkandi sól.
Þarfagreining kemur í góðar þarfir
Finnst þér fólk vera orðið meðvitað um tilvist og þjónustu þessarar stofnunar?
„Já, margir vita orðið af okkur og við fáum sérstaklega mikið af fyrirspurnum um íslenskukennslu fyrir nýbúa. Við höfum verið með námskeið fyrir leikskólakennara, skólafulltrúa og ófaglært fólk. Það er einnig að aukast að fyrirtæki hafi samband við okkur og vilji fá sérsniðin námskeið fyrir sitt starfsfólk. Við erum einmitt nýbúin að auglýsa eftir starfsmanni til að fara í þarfagreiningu fyrir símenntun í atvinnulífinu. Ég bindmiklar vonir við að það muni efla starfsemina, ekki bara starfsemi miðstöðvarinnar heldur einnig koma atvinnulífinu mjög til góða“, segir Skúli. Starfsmaðurinn mun hefja störf með vorinu og þegar hefur fengist fjármagn frá starfsmenntasjóði Flóabandalagsins og atvinnulífsins, Starfsafli, í það verkefni. „Að við skulum hafa fengið þessa fjárveitingu sýnir að atvinnulífið hefur trú á mikilvægi þessarar þarfagreiningar“, sagði Skúli.