Mikilvægt að hugað sé að góðri aðstöðu
„Mikilvægt er í stækkandi sveitarfélagi að hugað sé að góðri aðstöðu og þ.a.l. er mikilvægt að við vitum hvert stefna eigi þegar að svigrúm myndast til að fara í stærri framkvæmdir,“ segir í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þar sem fjallað var um stefnumótun í aðstöðu- og uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða.
Íþrótta- og tómstundaráð er sammála að ráðast verður í heildarstefnumótun í aðstöðu og uppbyggingu á íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar, með íþróttafélögunum. Heildarúttekt verði gerð á mannvirkjum aðildarfélaganna, þarfagreining á framkvæmdum og síðar kostnaðaráætlun ásamt tímasettri aðgerðaráætlun. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var á fundi nefndarinnar falið að vinna áfram að málinu.