Mikill viðbúnaður við Keflavíkurflugvöll
Mikill viðbúnaður er ennþá í aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Langar bílaraðir myndast við hliðið en hermenn eru fljótir að leita í bílum og tryggja að tafir verði sem minnstar.Meðfylgjandi myndir voru teknar kl. 08 í morgun við Aðalhlið Keflavíkurflugvallar. Bílaröð var nokkur hundruð metrar. Grænáshliðið er ennþá lokað og hefur verið undanfarna daga.