Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna slyss á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 14. september 2005 kl. 19:21

Mikill viðbúnaður vegna slyss á Reykjanesbraut

Sjúkrabílar, tækjabílar slökkviliða og lögregla hafa verið send á Reykjanesbraut á Strandarheiði þar sem orðið hefur alvarlegt umferðarslys. Jeppabifreið valt og er fólk fast í bílnum.
Bæjarbúar í Reykjanesbæ hafa orðið varir við mikinn sírenusöng nú um kl. 19 en allt tiltækt lögreglulið fór á forgangi út úr bænum ásamt tveimur sjúkrabílum og tækjabíl slökkviliðs.
Þá fóru lögregla úr Hafnarfirði, ásamt tveimur sjúkrabílum og tækjabíl í útkallið. Aðkoma að slysstað er ljót að sögn vitna en að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra í Reykjanesbæ er ekki vitað hversu slasað fólk er. Það er fast í bílnum og þarf að beita klippum til að losa það. Nánari fréttir um leið og þær berast.

Mynd úr safni. Tengist ekki efni fréttarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024