Mikill viðbúnaður vegna rútuslyss
Hópferðabifreið full af fólki og jeppabifreið rákust saman á Reykjanesbraut ofan við Reykjanesbæ nú fyrir stundu og hafnaði rútan utanvegar.
Mikill viðbúnaður var vegna óhappsins og eigi færri en þrjár sjúkrabifreiðar voru kallaðar á vettvang. Ökumaður jeppans og þrír farþegar hans voru fluttur á sjúkrahús en ekki er ljóst á þessari stundu hversu alvarleg meiðsl þeirra eru.
Tugir farþega voru í rútunni en sakaði ekki að því er fyrstu fregnir herma. Þeim mun hafa verið mjög brugðið vegna þessa.
Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins, en lögregla vinnur nú að rannsókn á vettvangi.
Myndir: Af vettvangi nú fyrir stundu. VF-myndir: Hilmar Bragi.