Mikill velvilji á Suðurnesjum
„Reykjanesbær er greinilega framfarasinnaður bær en það var fyrsta sveitarfélagið til að hringja inn þegar söfnun okkar fór fram 3. mars sl., og styrkja okkur með 100 þúsund króna framlagi“, sagði Ragnar Davíðsson framkvæmdastjóri Landssöfnunar Krabbameinsfélags Íslands en samanlagt söfnuðust um 80 milljónir króna sem notaðar verða til að koma um endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga, auka fræðslu og styðja núverandi starfsemi.
„Við fengum góð viðbrögð frá öðrum sveitarfélögum á landinu eftir að Reykjanesbær reið á vaðið og við vonumst til að peningarnir skili sér inn um næstu mánaðarmót. En hvað sem öllum peningum líur þá hefur okkur tekist að rjúfa þögnina. Fólk verður að geta talað um þennan sjúkdóm en í dag þá lifa fleiri þennan hættulega sjúkdóm af, þó að hann sé jafnframt orðinn algengari en hann var. Ég tel því mikilvægt að fólk byrji að taka þátt í lífinu sem fyrst og fái til þess þann stuðning og fræðslu sem það þarf“ segir Ragnar.
Sú athygli sem söfnunin fékk hefur þegar haft áþreifanleg áhrif á starfsemi Krabbameinsfélags Íslands. Ragnar segir að ungar konur, sem hafi hingað til verið tregastar að koma í krabbameinsleit, hafi skila sér inn í miklum mæli að undanförnu og eins eru fundir hjá stuðningshópum félagsins nú betur sóttir en áður. „Þetta er fagnaðarefni og þessi vitundarvakning er svo sannarlega af því góða“, segir Ragnar.
Kiwanis og Lions-fólk tók að sér að ganga í hús á söfnunardaginn auk fjölda annarra sjálfboðaliða. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt á þeirra og söfnunarfólk hér á Suðurnesjum var sérstaklega duglegt. Mikil stemning var í hópnum og söfnunarfólk mætti miklum velvilja hjá íbúum. Fólk beið jafnvel með peningana þegar okkur bar að garði og það var alveg yndislegt hvað fólk tók okkur vel“, segir Ragnar.
„Við fengum góð viðbrögð frá öðrum sveitarfélögum á landinu eftir að Reykjanesbær reið á vaðið og við vonumst til að peningarnir skili sér inn um næstu mánaðarmót. En hvað sem öllum peningum líur þá hefur okkur tekist að rjúfa þögnina. Fólk verður að geta talað um þennan sjúkdóm en í dag þá lifa fleiri þennan hættulega sjúkdóm af, þó að hann sé jafnframt orðinn algengari en hann var. Ég tel því mikilvægt að fólk byrji að taka þátt í lífinu sem fyrst og fái til þess þann stuðning og fræðslu sem það þarf“ segir Ragnar.
Sú athygli sem söfnunin fékk hefur þegar haft áþreifanleg áhrif á starfsemi Krabbameinsfélags Íslands. Ragnar segir að ungar konur, sem hafi hingað til verið tregastar að koma í krabbameinsleit, hafi skila sér inn í miklum mæli að undanförnu og eins eru fundir hjá stuðningshópum félagsins nú betur sóttir en áður. „Þetta er fagnaðarefni og þessi vitundarvakning er svo sannarlega af því góða“, segir Ragnar.
Kiwanis og Lions-fólk tók að sér að ganga í hús á söfnunardaginn auk fjölda annarra sjálfboðaliða. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt á þeirra og söfnunarfólk hér á Suðurnesjum var sérstaklega duglegt. Mikil stemning var í hópnum og söfnunarfólk mætti miklum velvilja hjá íbúum. Fólk beið jafnvel með peningana þegar okkur bar að garði og það var alveg yndislegt hvað fólk tók okkur vel“, segir Ragnar.