Mikill styrkur að fá Árna Sigfússon
„Þetta er mikill styrkur fyrir okkar bæjarfélag að fá Árna Sigfússon. Viðbrögð fólks frá því þetta kom í fréttum eru mjög jákvæð og það er mikill einhugur hjá Sjálfstæðismönnum um þennan nýja leiðtoga“, sögðu Þorsteinn Erlingsson og Steinþór Jónsson, tveir af forystumönnum flokksins í Reykjanesbæ um þessi nýju og óvæntu tíðindi.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fundaði í fyrrakvöld og samþykkti þar að leita formlega til Árna Sigfússonar um að leiða listann fyrir kosningarnar í vor og jafnframt að vera bæjarstjóraefni. Árni hefur þegar samþykkt að verða við þessari ósk.„Þegar nafn Árna kom upp voru allir sammála um að þarna væri kominn maður sem við treystum í þetta vandasama en skemmtilega verkefni“, sögðu þeir Þorsteinn og Steinþór.
„Við höfum haft góðan bæjarstjóra og við teljum að nú séum við að fá annan góðan mann til að verma þann stól en til þess þurfum við stuðning kjósenda í næstu kosningum. Hann fær það verkefni að stýra Reykjanesbæ inn í framtíðina með vöskum hópi fólks. Árni þekkir vel til til sveitarstjórnarmála og atvinnulífsins. Hann hefur mikinn áhuga á fjölskyldumálum og reynsla hans almennt á vonandi eftir að nýtast honum hér“.
Þeir Þorsteinn og Steinþór sögðu að Árni væri búinn að koma nokkrum sinnum til Reykjanesbæjar og skoða sveitarfélagið og þau málefni sem væru efst á baugi. „Við treystum honum til að vinna úr þeim mörgu góðum hugmyndum sem við erum með. Hann hefur sjálfur þegar nefnt ýmislegt sem hann langar að leggja áherslu á hér í bæjarfélaginu“.
Árni og fjölskylda hans hyggja á flutning til Reykjanesbæjar í vor. Árni hefur sagt að honum hafi verið boðnar hinar ýmsu stjórnunarstöður en litist best á þetta spennandi verkefni í Reykjanesbæ.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort fram fari opið prófkjör eða uppstilling á framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í vor.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fundaði í fyrrakvöld og samþykkti þar að leita formlega til Árna Sigfússonar um að leiða listann fyrir kosningarnar í vor og jafnframt að vera bæjarstjóraefni. Árni hefur þegar samþykkt að verða við þessari ósk.„Þegar nafn Árna kom upp voru allir sammála um að þarna væri kominn maður sem við treystum í þetta vandasama en skemmtilega verkefni“, sögðu þeir Þorsteinn og Steinþór.
„Við höfum haft góðan bæjarstjóra og við teljum að nú séum við að fá annan góðan mann til að verma þann stól en til þess þurfum við stuðning kjósenda í næstu kosningum. Hann fær það verkefni að stýra Reykjanesbæ inn í framtíðina með vöskum hópi fólks. Árni þekkir vel til til sveitarstjórnarmála og atvinnulífsins. Hann hefur mikinn áhuga á fjölskyldumálum og reynsla hans almennt á vonandi eftir að nýtast honum hér“.
Þeir Þorsteinn og Steinþór sögðu að Árni væri búinn að koma nokkrum sinnum til Reykjanesbæjar og skoða sveitarfélagið og þau málefni sem væru efst á baugi. „Við treystum honum til að vinna úr þeim mörgu góðum hugmyndum sem við erum með. Hann hefur sjálfur þegar nefnt ýmislegt sem hann langar að leggja áherslu á hér í bæjarfélaginu“.
Árni og fjölskylda hans hyggja á flutning til Reykjanesbæjar í vor. Árni hefur sagt að honum hafi verið boðnar hinar ýmsu stjórnunarstöður en litist best á þetta spennandi verkefni í Reykjanesbæ.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort fram fari opið prófkjör eða uppstilling á framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í vor.