Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill skortur á nemendum með lestrarvanda í Njarðvíkurskóla
Frétt Reykjanesbaer.is
Miðvikudagur 11. september 2013 kl. 07:10

Mikill skortur á nemendum með lestrarvanda í Njarðvíkurskóla

Sálfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði  að gera rannsókn á gagnsemi tveggja mismunandi lestrarkennsluaðferða  í Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ. Í rannsóknina þurfti hún 10 nemendur á yngsta stigi sem væru að glíma við alvarlegan lestrarvanda.  Svo margir nemendur með lestrarvanda á því stigi  fundust ekki í skólanum á því aldursbili og því varð að breyta rannsókninni. Þess má geta að um 370 nemendur eru í skólanum.

Gyða Margrét Arnmundsdóttir staðgengill fræðslustjóra segir að svona tilvik séu alltaf litin alvarlegum augum og skoðuð vandlega til að læra af þeim. Farið hefur verið yfir kennslu barna á yngsta stigi skólans og segir Gyða  Margrét að sú skoðun hafi leitt í ljós að skortinn megi rekja til lestrarstefnu skólans þar sem mikil áhersla er lögð á góða samvinnu heimilis og skóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024