Mikill sjógangur við varnargarða
Mikið óveður liggur nú yfir landinu og hefur mikið gengið á hjá björgunarsveitum og lögreglu. Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru í viðbragðsstöðu í alla nótt og eru enn í dag vegna veðursins sem ennþá stendur yfir.
Þakskyggni í Innri Njarðvík, gert úr þykkri járnplötu var við það að losna þegar Björgvunarsveit Suðurnesja kom á svæðið og náði að losa það af húsinu áður en það olli skemmdum.
Mikið brim skellur á varnargörðum við Ægisgötu í Keflavík og hefur lögreglan lokað part af þeim vegi vegna sjógangs.
VF-Myndir/siggijóns - [email protected]
Björgunarsveitin Suðurnes losar þakskyggni í Innri-Njarðvík.
Mikið brim er við varnargarða og sjórinn gengur langt upp á land.