Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill fjöldi við gosstöðvarnar í gær, þrír ferðamenn týndust en fundust
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 18. júlí 2023 kl. 09:20

Mikill fjöldi við gosstöðvarnar í gær, þrír ferðamenn týndust en fundust

Mikill fjöldi ferðafólks gerði sér ferð á gosstöðvarnar í gær þegar opnað var kl. 13. Stöðugur straumur bíla var í gegnum Grindavík og voru um 800 bílar á bílastæðinu við gönguleið C þegar mest var og talið að um 2.000 manns hafi verið á staðnum.

Eitthvað var um að ferðafólk hunsaði tilmæli lögreglu og björgunarsveitarfólks og sáust hættulega nálægt skilgreindum hættusvæðum.

Þrír ferðamenn týndust við gosstöðvarnar en fundust um klukkan hálf ellefu. Guðni Oddgeirsson sem er í vettvangsstjórn björgunarsveitar Þorbjarnar, segir að þessir ferðamenn hafi villst af leið en björgunarsveitarfólki hafi tekist að finna þá með því að nota sírenur, eða svokallaða hljóðleit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024