Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill fjöldi tók þátt í samstarfsdegi kennara
Miðvikudagur 22. ágúst 2007 kl. 11:19

Mikill fjöldi tók þátt í samstarfsdegi kennara

Mikill fjöldi, eða um 320, tóku á dögunum þátt í samstarfsdegi kennara sem haldinn var í samkomuhúsinu í Sandgerði í síðustu viku.
Það er Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar sem stendur fyrir samstarfsdeginum en þátt tóku kennarar frá Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum.

Á dagskrá voru ýmiss erindi og má þar nefna erindi Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings hjá Reykjanesbæ og deildarstjóra sérfræðiþjónustu Fræðsluskrifstofu sem fjallaði um jákvæðan aga og spurði hvort þörf væri á samræmdri agastefnu í grunnskólum.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu fjallaði um líðan í skóla, samskipti, stuðning og námsárangur.


Eftir kaffihlé sagði Jónína Ágústsdóttir skólastjóri Akurskóla frá raunhæfum verkefnum og raunhæfum árangri, þar á eftir fjölluðu Helena Rafnsdóttir kennari og Guðný Karlsdóttir deildarstjóri Njarðvíkurskóla um samstarf nemenda og kennara og foreldra þar sem spurt var: Hvað er mikilvægast?

Eðvarð Þór Eðvarðsson deildarstjóri í Holtaskóli spurði: Hvað skiptir máli við skipulag bekkjarstarfs, Sigríður Bíldal námsráðgjafi í Holtaskóla fjallaði um hlutverk námsráðgjafa í daglegu starfi nemandans og Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri lauk dagskránni á umfjöllun um skólaumbótateymi sem leið til þess að skapa lærdómssamfélag.

Starfsdagurinn er haldinn árlega og er markmið hans að skerpa línur og samkennt fyrir kennslu komandi starfsárs.

Af vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024