Mikill erill hjá lögreglu í nótt
Mikill erill var í nótt hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einhver órói var í fólki og fylltust fangageymslur vegna slagsmála og óláta. Einn lögreglumaður var sleginn í andlitið og er með talsverða áverka á eftir. Árásarmaðurinn gistir nú í fangageymslu lögreglunar.
Þá varð umferðaróhapp á Hafnargötunni í nótt og reyndist ökumaður mjög ölvaður. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem tekið var úr honum blóðsýni. Sökum ölvunarástands var hann látinn gista í fangageymslu.
Þá varð umferðaróhapp á Hafnargötunni í nótt og reyndist ökumaður mjög ölvaður. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem tekið var úr honum blóðsýni. Sökum ölvunarástands var hann látinn gista í fangageymslu.