Mikill áhugi verktaka á framkvæmdum í Vogum
Vatnsleysustrandarhreppur hefur sent gögn til 24 verktaka til að kanna áhuga þeirra á að byggja fjölbýlishús við Heiðargerði og blandaða byggð við Heiðardal og Miðdal. Á heimasíðu bæjarins kemur fram að 16 af þessum verktökum hafi sýnt verkinu áhuga og standa yfir viðræður við þá.
Þá er einnig sagt frá því að framkvæmdir eru hafnar við gerð göngustíga og gangstétta í Vogum. Fyrirtækið Rekan sér um framkvæmdir og á þeim að vera lokið í nóvember.
Þá er einnig sagt frá því að framkvæmdir eru hafnar við gerð göngustíga og gangstétta í Vogum. Fyrirtækið Rekan sér um framkvæmdir og á þeim að vera lokið í nóvember.