Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill áhugi á veitinga- og verslunarrekstri í FLE
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Miðvikudagur 12. mars 2014 kl. 10:20

Mikill áhugi á veitinga- og verslunarrekstri í FLE

- Forval á rekstri og kynningarfundur vegna útboðs framundan.

Stjórn Isavia hefur ákveðið að efna til forvals á verslunar- og veitingarekstri í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE). Um leið verður ráðist í breytingar á brottfararsal flugstöðvarinnar og þjónustan endurskipulögð. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag. 

Í samtali við Markaðinn segi Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar, að framboð verslana- og veitinga hafa mikil áhrif á ánægju farþega og heildarupplifun af flugvellinum. Endurhönnum brottfararsvæðisins muni taka mið af því að hlutfall erlendra ferðamanna sé að aukast mikið. „Íslensk náttúra og menning verða í forgrunni til að gera ferð farþega eftirminnilega og öðruvísi en á öðrum flugvöllum,“ segir Hlynur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fyrra lögðu alls um 2,8 milljónir farþega leið sína um völlinn og spáð er 18 prósenta fjölgun á yfirstandandi ári. Þá er áætlað að farþegafjöldi verði orðinn rúmar fimm milljónir árin 2020.

Forvalið um eingöngu ná til sérverslana og veitingastaða en ekki vöruflokka Fríhafnarinnar. Hlynur segir að send hafi verið út fréttatilkynning erlendis og þegar sé komið mikið af fyrirspurnum frá verslunum og veitingastöðum sem séu í rekstri á öðrum erlendum flugvöllum.

Kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn í Hörpu 19. mars.