Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill áhugi á Sumarstúlkukeppni Qmen
Miðvikudagur 22. júní 2005 kl. 15:22

Mikill áhugi á Sumarstúlkukeppni Qmen

Nú þegar hafa þó nokkrar ábendingar borist til Víkurfrétta vegna Sumarstúlkukeppni Qmen árið 2005. Keppnin verður í gangi í allt sumar og er hægt að sækja um þátttöku með því að senda póst á [email protected] en þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri um hugsanlega þátttakendur með því að senda póst á [email protected] en þar skal taka fram nafn þeirrar sem mælt er með ásamt síma. Ljósmynd af viðkomandi er æskilegt en ekki nauðsynlegt.

Sumarstúlka Qmen mun birtast í tölublaði Víkurfrétta í hverri viku ásamt því að birtast á netinu í fatnaði frá tískufataversluninni Mangó í Keflavík. Glæsileg verðlaun verða veitt þeirri stúlku sem hlýtur titilinn Sumarstúlka Qmen.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024