Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikill áhugi á stöðu flugvallarstjóra
Fimmtudagur 21. ágúst 2008 kl. 09:59

Mikill áhugi á stöðu flugvallarstjóra

Alls sóttu 54 einstaklingar um starf forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf sem auglýst var laust á dögunum. Um er að ræða nýja stöðu eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á rekstrarfyrirkomulagi flugvallarins en hið nýja félag tekur yfir rekstur Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá og með næstu áramótum.

„Við erum mjög ánægð með þennan mikla áhuga. Þetta er mjög sterkur hópur hæfra umsækjenda," sagði Jón Gunnarson, stjórnarformaður félagsins í samtali við VF. Að sögn Jóns fara umsóknirnar nú til úrvinnslu hjá Hagvangi en óvíst er hvænær niðurstaða muni liggja fyrir. Jón segist vona að það verði sem fyrst því mörg spennandi verkefni bíði nýs forstjóra.

Forstjórastaðan er augljóslega eftirsóknarverð samkvæmt þessu en væntanlegur forstjóri mun bera ábyrgð á faglegri og fjárhagslegri starfsemi sem tilheyrir Keflavíkurflugvelli og dótturfélögum hans. Honum er einnig ætlað að vinna að faglegri uppbyggingu og stefnumótun, áætlanagerð, annast skipulags-, öryggis og umhverfismál, hafa eftirlit með lögum og reglugerðum svo nokkuð sé nefnt.


Mynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024