Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikill áhugi á lóðum í Tjarnarhverfi
Miðvikudagur 19. maí 2004 kl. 09:19

Mikill áhugi á lóðum í Tjarnarhverfi

Um fimmtíu umsóknir um lóðir í Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík verða teknar til afgreiðslu á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar í dag.  Á síðasta fundi nefndarinnar voru afgreiddar rúmlega 200 umsóknir um lóðir í hverfinu en alls verða um 500 lóðir í boði.
Steinþór Jónsson formaður umhverfis- og skipulagsnefndar sagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gærkvöldi að mikill áhugi væri fyrir lóðum í hinu nýja hverfi. Hann sagði að það hefði komið skemmtilega á óvart hve áhuginn væri mikill.

Tölvumynd af Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024