Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil uppbygging við Flugvelli
Hér má sjá yfir hluta athafnasvæðisins við Flugvelli. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 15. ágúst 2024 kl. 06:21

Mikil uppbygging við Flugvelli

Mikil uppbygging hefur verið á Flugvöllum í Reykjanesbæ undanfarin misseri og eftir lægð í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Fjölmörg fyrirtæki eru að koma sér þar fyrir.

„Það eru í raun allar lóðir farnar sem við höfðum til úthlutunar. Það eru tvær lóðir sem við höfum ekki úthutað en þær eru undir knattspyrnuæfingarvellinum ofan við Iðavelli, en þær fara ekki í úthlutun fyrr en völlurinn verður aflagður,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær þeim lóðum verður úthlutað.

Fyrirtækin á Flugvöllum eru flest í ferðaþjónustutengdri starfsemi og í þjónustu við bíla. Þar er líka að finna hleðslustöðvar, eldsneytisstöð, smurstöð og dekkjaverkstæði. Þá eru Brunavarnir Suðurnesja með slökkvistöð við Flugvelli, svo eitthvað sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024