Mikil uppbygging í Byrginu
Aðmíráll Varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli, David Architzel, heimsótti Byrgið á fyrir skömmu ásamt fylgdarliði sínu. Hann var mjög hrifinn af starfseminni þar á bæ og þeirri gífurlegu uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað á liðnu ári. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einnig væntanlegur í heimsókn á næstunni.
Jákvæð og uppbyggileg starfsemi
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Byrginu síðasta ár. Það er hreint ótrúlegt hvað er búið að koma húsakynnum þar í gott horf. Þangað geta heimilislausir áfengissjúklingar, eiturlyfjaneytendur og geðsjúkir einstaklingar leitað skjóls og gengist undir viðeigandi eftirmeðerðir, en afeitrun á sér stað í húsnæði Byrgisins í Hafnarfirði.
Starfsfólk Byrgisins hefur unnið að miklu forvarnarstarfi sem fyrst og fremst er beint að ungum áfengissjúklingum og eiturlyfjaneytendum, en sá hópur hefur stækkað mjög undanfarin ár. Í Byrginu eru tveir vinnustaðir, þ.e. eitt smíðaverkstæði og eitt bifvélaverkstæði. Fleiri vinnustöðum og verkefnum verður bætt við um leið og fjármagn fæst.
Margir íbúar Byrgisins hafa litla sem enga menntun. Til að bæta úr því er Byrgið í góðu samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Samstarf þetta veitir íbúunum tækifæri til að klára grunnskólapróf á fremur stuttum tíma.
Skortir fjármagn
Mikil eftirspurn er eftir herbergjum í Byrginu en því miður komast ekki allir að sem vilja. Á síðasta ári voru 390 einstaklingar lagðir inn, þ.e. 309 karlar og 81 kona. Mikil þörf er á a.m.k. 50 herbergjum til viðbótar þeim sem fyrir eru og skortir mjög fjármagn til þess að það geti orðið að veruleika. Af sömu ástæðum er erfitt að fá þar meira af hæfu fólki til starfa. Aðstandendur Byrgisins hafa þó fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð frá fyrirtækjum og einstaklingum sem styrkt hafa þessa jákvæðu starfsemi.
Jákvæð og uppbyggileg starfsemi
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Byrginu síðasta ár. Það er hreint ótrúlegt hvað er búið að koma húsakynnum þar í gott horf. Þangað geta heimilislausir áfengissjúklingar, eiturlyfjaneytendur og geðsjúkir einstaklingar leitað skjóls og gengist undir viðeigandi eftirmeðerðir, en afeitrun á sér stað í húsnæði Byrgisins í Hafnarfirði.
Starfsfólk Byrgisins hefur unnið að miklu forvarnarstarfi sem fyrst og fremst er beint að ungum áfengissjúklingum og eiturlyfjaneytendum, en sá hópur hefur stækkað mjög undanfarin ár. Í Byrginu eru tveir vinnustaðir, þ.e. eitt smíðaverkstæði og eitt bifvélaverkstæði. Fleiri vinnustöðum og verkefnum verður bætt við um leið og fjármagn fæst.
Margir íbúar Byrgisins hafa litla sem enga menntun. Til að bæta úr því er Byrgið í góðu samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Samstarf þetta veitir íbúunum tækifæri til að klára grunnskólapróf á fremur stuttum tíma.
Skortir fjármagn
Mikil eftirspurn er eftir herbergjum í Byrginu en því miður komast ekki allir að sem vilja. Á síðasta ári voru 390 einstaklingar lagðir inn, þ.e. 309 karlar og 81 kona. Mikil þörf er á a.m.k. 50 herbergjum til viðbótar þeim sem fyrir eru og skortir mjög fjármagn til þess að það geti orðið að veruleika. Af sömu ástæðum er erfitt að fá þar meira af hæfu fólki til starfa. Aðstandendur Byrgisins hafa þó fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð frá fyrirtækjum og einstaklingum sem styrkt hafa þessa jákvæðu starfsemi.