Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil umsvif við Njarðvíkurhöfn
Mánudagur 14. mars 2011 kl. 10:42

Mikil umsvif við Njarðvíkurhöfn

Mikil umsvif eru þessa stundina við Njarðvíkurhöfn. Þar er verið að landa úr tveimur togurum og einu línuskipi. Skammt undan landi má svo sjá fjölda fiskiskipa í vari fyrir því veðri sem nú stendur yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það eru Nesfisktogararnir Berglín GK og Sóley Sigurjóns GK sem komu í land í Njarðvík til löndunar og eins er verið að landa úr línuskipinu Fjölni SU, sem gert er út af Vísi í Grindavík.


Það er langt síðan önnur eins umsvif hafa sést við höfnina og töluðu menn í morgun um að umsvifin minntu á gamla tíma.



VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson