SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Mikil umferð á tjaldsvæði Grindvíkinga
Þessir gestir höfðu það náðugt á tjaldsvæðinu í Grindavík nýlega.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 18. júlí 2025 kl. 06:10

Mikil umferð á tjaldsvæði Grindvíkinga

„Ætli útlendingar séu ekki u.þ.b. 99% gesta á tjaldsvæðið, ég hvet alla Íslendinga til að kíkja til Grindavíkur, þar er frábær sundlaug og margir veitingarstaðir opnir og svo er einn besti golfvöllur landsins í Grindavík,“ segir Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis Grindavíkur.

Tjaldsvæðið opnaði í lok maí og fór betur af stað en gert var ráð fyrir og hefur verið stöðugur straumur í allt sumar.

„Í langflestum tilvikum er dvalið eina nótt sem gefur sterklega til greina að fólk sé annað hvort á leið í ferðalag um Ísland, eða sé að fara í flug daginn eftir. Auðvitað viljum við sjá fólk dvelja lengur í bænum og skoða allt sem fyrir augu ber en það er mín tilfinning að þessir útlendingar séu ekki að spá mikið í stöðunni í Grindavík. Sumir hafa spurt hvort hægt sé að sjá flæðandi hraun en flestir virðast einfaldlega vera að sækjast í gott tjaldsvæði til að tjalda til einnar nætur,“ sagði Jóhann.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Þetta viðtal við Jóhann var tekið degi áður en tólfta gosið hófst.

Jóhann Árni Ólafsson.