Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil stemmning á tónleikum í Sparisjóðnum
Laugardagur 4. september 2004 kl. 13:10

Mikil stemmning á tónleikum í Sparisjóðnum

Óhætt er að segja að mikil stemmning hafi myndast á tónleikum Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar í Sparisjóðnum í Keflavík í gærdag. Fullt var út úr dyrum á tónleikunum sem haldnir eru í tengslum við Ljósanótt, en hefð hefur skapast fyrir því að á föstudegi Ljósanætur eru haldnir tónleikar í Sparisjóðnum.
Góður rómur var gerður að tónleikunum og voru gestir mjög ánægðir með söng og spil þessara þekktu tónlistarmanna.

Myndin: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson taka lagið í Sparisjóðnum í Keflavík í gær. VF-ljósmynd/Þorgils Jónsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024