Mikil sorg í Grindavík
„Síðustu dagar hafa verið afar erfiðir bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Við erum með skólasálfræðing sem hefur verið að hitta nemendur og fólk hefur einnig fengið áfallahjálp“, segir Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri grunnskólans í Grindavík“, um ástandið sem ríkir í Grindavík eftir að stúlka á sjöunda ári drukknaði þar í skólasundi á föstudaginn.
Stúlkan hafði aðeins verið búsett í Grindavík í nokkra mánuði ásamt foreldrum sínum sem eru frá Nepal. Lögreglan í Reykjanesbæ hefur rannsakað tilurð slyssins og hafa starfsmenn, kennarar og nemendur verið yfirheyrðir.
„Við viljum þakka foreldrum mikinn skilning og stuðning við þessar erfiðu aðstæður“, segir Gunnlaugur. Foreldrar stúlkunnar tala ekki íslensku en reynt hefur verið að veita þeim aðstoð eftir mætti með aðstoð túlka.
Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstöðumanns íþróttahússins og sundlaugarinnar í Grindavík, hefur verið farið yfir alla öryggisþætti í starfsemi sundlaugarinnar. „Við vitum ekki enn hvað fór úrskeiðis en þetta gerðist allt saman mjög hratt. Þetta er bara hræðilegt slys. Þegar slysið átti sér stað var sundkennarinn á laugarbakkanum að fylgjast með krökkunum. Við verðum að gera allt sem hægt er til að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Hermann.
Sundlaugin í Grindavík er 25 metra löng útilaug, aðeins nokkurra ára gömul og þar er aðstaða og aðbúnaður allur hinn besti. Ekki verður ástandi sundlaugarinnar um kennt þegar leitað er skýringa á þessu hörmulega slysi.
Minningarathöfn fór fram í gær í kirkjunni en sl. mánudag var haldin minningarathöfn i skólanum með nemendum og starfsfólki.
Stúlkan hafði aðeins verið búsett í Grindavík í nokkra mánuði ásamt foreldrum sínum sem eru frá Nepal. Lögreglan í Reykjanesbæ hefur rannsakað tilurð slyssins og hafa starfsmenn, kennarar og nemendur verið yfirheyrðir.
„Við viljum þakka foreldrum mikinn skilning og stuðning við þessar erfiðu aðstæður“, segir Gunnlaugur. Foreldrar stúlkunnar tala ekki íslensku en reynt hefur verið að veita þeim aðstoð eftir mætti með aðstoð túlka.
Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstöðumanns íþróttahússins og sundlaugarinnar í Grindavík, hefur verið farið yfir alla öryggisþætti í starfsemi sundlaugarinnar. „Við vitum ekki enn hvað fór úrskeiðis en þetta gerðist allt saman mjög hratt. Þetta er bara hræðilegt slys. Þegar slysið átti sér stað var sundkennarinn á laugarbakkanum að fylgjast með krökkunum. Við verðum að gera allt sem hægt er til að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Hermann.
Sundlaugin í Grindavík er 25 metra löng útilaug, aðeins nokkurra ára gömul og þar er aðstaða og aðbúnaður allur hinn besti. Ekki verður ástandi sundlaugarinnar um kennt þegar leitað er skýringa á þessu hörmulega slysi.
Minningarathöfn fór fram í gær í kirkjunni en sl. mánudag var haldin minningarathöfn i skólanum með nemendum og starfsfólki.