Mikil sorg í Grindavík
„Það hvílir sorg yfir bænum og bæjarstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að lina þjáningar þeirra sem nú eiga um sárt að binda,“ sagði Pálmi Ingólfsson, kennari og bæjarfulltrúi í Grindavík, um ástandið sem ríkir í Grindavík eftir að stúlka á sjöunda ári drukknaði þar í skólasundi á föstudaginn.
Stúlkan hafði aðeins verið búsett í Grindavík í nokkra mánuði ásamt foreldrum sínum sem eru frá Perú. Nú stendur yfir samverustund í grunnskólanum í Grindavík.
Lögreglan í Reykjanesbæ hefur rannsakað tilurð slyssins og hafa starfsmenn, kennarar og nemendur verið yfirheyrðir. Að auki hafa allir sem málið snertir fengið áfallahjálp frá sérfræðingum úr Reykjavík sem kvaddir voru á staðinn.
Hermann Guðmundsson, forstöðumaður íþróttahússins og sundlaugarinnar í Grindavík, segir að farið verði yfir alla öryggisþætti í starfsemi sundlaugarinnar þó menn sjái ekki í fljótu bragði að neitt hafi farið úrskeiðis. „Sundkennarinn var á laugarbakkanum hjá börnunum en sá ekki hvað hafði gerst fyrr en of seint. Við verðum að gera allt sem hægt er til að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði Hermann.
Sundlaugin í Grindavík er 25 metra löng útilaug, aðeins nokkurra ára gömul og þar er aðstaða og aðbúnaður allur hinn besti. Ekki verður ástandi sundlaugarinnar um kennt þegar leitað er skýringa á því hörmulega slysi sem varð í skólasundi barnanna síðdegis á föstudaginn.
Stúlkan hafði aðeins verið búsett í Grindavík í nokkra mánuði ásamt foreldrum sínum sem eru frá Perú. Nú stendur yfir samverustund í grunnskólanum í Grindavík.
Lögreglan í Reykjanesbæ hefur rannsakað tilurð slyssins og hafa starfsmenn, kennarar og nemendur verið yfirheyrðir. Að auki hafa allir sem málið snertir fengið áfallahjálp frá sérfræðingum úr Reykjavík sem kvaddir voru á staðinn.
Hermann Guðmundsson, forstöðumaður íþróttahússins og sundlaugarinnar í Grindavík, segir að farið verði yfir alla öryggisþætti í starfsemi sundlaugarinnar þó menn sjái ekki í fljótu bragði að neitt hafi farið úrskeiðis. „Sundkennarinn var á laugarbakkanum hjá börnunum en sá ekki hvað hafði gerst fyrr en of seint. Við verðum að gera allt sem hægt er til að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði Hermann.
Sundlaugin í Grindavík er 25 metra löng útilaug, aðeins nokkurra ára gömul og þar er aðstaða og aðbúnaður allur hinn besti. Ekki verður ástandi sundlaugarinnar um kennt þegar leitað er skýringa á því hörmulega slysi sem varð í skólasundi barnanna síðdegis á föstudaginn.