Mikil seinkun á flugi frá Boston
Flugvél Icelandair sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálfsjö í morgun seinkar og er áætlað að hún lendi klukkan 15:45. Ástæður þessa má rekja til bilunar sem varð á laugardagskvöldið, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.
„Það varð bilun í þrýstivökvakerfi vélar á leið frá Íslandi til Boston, og hún sneri við eftir að hafa verið á lofti í þrjár klukkustundir. Það olli verulegri töf og hefur ekki tekist að vinda ofan af þeirri töf ennþá. Þetta snýst bæði um hvíldartíma áhafnar og að það er ekki hægt að fá aðra vél í þetta flug með engum fyrirvara,“ segir hann.
Þetta kemur fram á mbl.is