Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil óvissa um útskriftarferð
Þriðjudagur 28. desember 2004 kl. 14:24

Mikil óvissa um útskriftarferð

Mikil óvissa ríkir um útskriftarferð stúdenta við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en fyrirhugað var að fara til Tælands næstkomandi fimmtudag. Er það vegna jarðskjálftans og flóðanna í suð-austur Asíu

Elva Björk Margeirsdóttir, talsmaður ferðalanganna, sagði í samtali við Víkurfréttir að hópurinn væri búinn að hafa samband við utanríkisráðuneytið ásamt ræðismanni Tælands á Íslandi. „Við hringdum einnig í Rauða Krossinn og allir þessir aðilar sögðu að það væri óhætt að fara út,“ sagði Elva Björk og bætti því við að þeim í Rauða Krossinum hafi fundist það gott að vita af þeim. Dálítill kvíði er í hópnum en foreldrar stúdentana eru hræddir um börnin sín.

„Það er fundur í kvöld og þá verður tekinn endanleg ákvörðun með ferðina og þá kemur einnig í ljós hverjir draga sig út úr ferðinni,“ sagði Elva Björk.

Útskriftarnemarnir eru að fara til Hua Hin í Tælandi en hægt verður að fylgjast með þeim á vefsíðunni www.blog.central.is/adall04 en þar munu nemarnir setja inn sögur og myndir ef tækifæri gefst til. Fyrirhugað er að dvelja í tvær vikur á Tælandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024