Mikil ölvun og ólæti í nótt
Mikil ölvun var í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt og voru miklar annir hjá lögreglunni. Talsvert var um slagsmál og fengu nokkrir að gista fangaklefa sökum óláta og ölvunar.
Fjórir ökumenn voru í gær og í nótt teknir grunaðir um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Þá var ölvaður maður handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en sá hafði látið ófriðlega í komusal flugstöðvarinnar. Hann fékk gistingu í fangaklefa.
Fjórir ökumenn voru í gær og í nótt teknir grunaðir um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Þá var ölvaður maður handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en sá hafði látið ófriðlega í komusal flugstöðvarinnar. Hann fékk gistingu í fangaklefa.