Mikil ölvun meðal unglinga á busaballi
Busaball var hjá Fjölbrautaskólanum í Stapa á dögunum. Lögreglan þurfti ekki að hafa mikil afskipti af ballinu segir á vef lögreglunnar, en að sögn dyravarða og eftirlitsaðila var mikil ölvun meðal unglinganna sem með öllu óásættanlegt þar sem þarna átti að vera um áfengislausa skólaskemmtun að ræða. Mun lögreglan kalla formann nemendafélagsins og forvarnafulltrúa FS til sín vegna þessa á næstu dögum, segir lögreglan jafnframt á vefsvæði sínu.