Mikil listasýning á Keflavíkurflugvelli
Íslenskir listamenn sýndu sig og verk sín á stórri myndlistarsýningu sem haldin var uppi á Keflavíkurflugvelli um helgina. Um 30 listamenn sýndu verk sín í stóra flugskýlinu og var ekki annað að sjá en að Bandaríkjamenn væru sáttir við það sem boðið var upp á. Hugmyndin að myndlistarsýningu fyrir Bandaríkjamenn vaknaði fyrir nokkru en þá var stofnaður listaklúbbur eða „Art Council“ og sjá þeir um að skipuleggja ýmsa atburði tengda list uppi á Keflavíkurflugvelli.
Aðstandendur sýningarinnar sögðu í samtali við Víkurfréttir að sýningin hafi tekist vel og stefnt er á að halda aðra sýningu á næstunni.
Myndin: Stefán Jónsson var einn af fjölmörgum listamönnum af Suðurnesjunum sem sýndu verk sín á sýningunni en unga fólkið á þessari mynd hafði mikinn áhuga á verkum hans.
VF-mynd: Atli Már