Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikil hálka í morgunsárið
Þriðjudagur 29. október 2002 kl. 08:38

Mikil hálka í morgunsárið

Mikil hálka var á götum Suðurnesja nú í morgunsárið. Allar götur eru hvítar, sem og húsþök bæjarins. Margir þurftu að skafa af rúðum í morgun, enda gekk á með éljum í nótt. Umferðin virðist hins vegar ganga stórslysalaust fyrir sig og engin alvarleg óhöpp höfðu verið tilkynnt til lögreglu snemma í morgun.Meðfylgjandi mynd var tekin yfir byggðina í Njarðvík síðdegis í gær og sýnir hún snjó í fjöllum Reykjanesfjallgarðsins, þó svo mjöll hafi ekki verið í byggð í gærdag. Það verður örugglega öðruvísi yfir að líta þegar birtir í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024