Mikil hálka á brautinni
Mikil hálka og skafrenningur er á Reykjanesbrautinni þessa stundina og eiga ökumenn í töluverðum vandræðum með bíla sína. Lögreglan í Keflavík vill brýna fyrir fólki að fara varlega en að hennar sögn hafa engin umferðaróhöpp orðið í dag sem tilkynnt hafa verið til lögreglu.Vetur konungur lét aldeilis vita af sér í nótt en miklum snjó kyngdi niður. Margir ökumenn höfðu freystast til þess að skipta yfir á sumardekkin en víst er að þeir hafa séð eftir því.