Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikil hætta í Grindavík í nýju hættumati Veðurstofunnar
Glóandi hraun austan Grindavíkur. VF/Ísak Finnbogason
Mánudagur 18. mars 2024 kl. 17:06

Mikil hætta í Grindavík í nýju hættumati Veðurstofunnar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna. Nýtt hættumat tekur gildi í dag, mánudaginn 18. mars og gildir til 20. mars, að öllu óbreyttu. Svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin), þar sem eldgos er enn í gangi, er óbreytt og hættan talin mjög mikil. Hættan er enn metin mikil á svæði 1 (Svartsengi) vegna gasmengunar og hraunflæðis. Sama á við um svæði 4 (Grindavík) þar sem hætta vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar er talin mikil. Svæði 5 hefur verið fært niður í töluverða hættu (appelsínugult) og svæði 7 niður í nokkur hætta. Þetta kemur fram æá vef Veðurstofu Íslands.

Það sem ræður því að hættan er metin meiri á svæði 1 heldur en svæði 5 er fjarlægð frá virka enda gossprungunnar. Veðurspá og gasdreifingarspá næstu daga hefur áhrif á mat á gasmengun og gjósku í hættumatinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haettumat18032024

(Smellið á kortið til að sjá það stærra)