RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Mikil gleði með aparólu við Njarðvíkurskóla
Mánudagur 14. september 2020 kl. 06:11

Mikil gleði með aparólu við Njarðvíkurskóla

Mikil gleði er hjá nemendum í Njarðvíkurskóla með aparóluna sem sett hefur verið upp á skólalóðinni.

Kvenfélagið Njarðvík, foreldrafélagið í Njarðvíkurskóla og Njarðvíkurskóli stóðu saman af kostnaði við uppsetningu á aparólunni. Uppsetningin á henni er liður í því að bjóða nemendum í Njarðvíkurskóla upp á fjölbreyttari og skemmtilegri afþreyingu á útisvæði skólans.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Vonandi verður hægt að halda áfram að gera skólalóðina enn skemmtilegri, fjölbreyttari og auka þannig notagildi hennar fyrir alla aldurshópa.

Njarðvíkurskóli þakkar Kvenfélaginu Njarðvík og foreldrafélaginu fyrir stuðninginn,“ segir á heimasíðu skólans.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025