Mikil fjölgun útkalla í flugstöðina
-á þriðja þúsund sjúkraflutningar 2015
Sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja fóru í 2276 sjúkraflutninga á árinu 2015. Það eru örlítið færri flutningar en árið áður en þá voru flutningar 2313 talsins.
Þrátt fyrir að sjúkraflutningum fækki örlítið þá hefur útköllum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað, sem er í samræmi við aukinn ferðamannastraum um stöðina. Á síðustu þremur árum hefur útkölluð fjölgað í stöðina úr 3% í 9%.
Á síðasta ári var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað í samtals 191 verkefni.