Mikil fjölgun ferðamanna á milli ára
Það hefur verið mikið að gera á Keflavíkurflugvelli í ár og er talsverð fjölgun ferðamanna sem fara í gegnum..
Það hefur verið mikið að gera á Keflavíkurflugvelli í ár og er talsverð fjölgun ferðamanna sem fara í gegnum flugvöllinn ef miðað er við síðasta ári. Nú þegar eru ferðamenn sem farið hafa í gegnum Keflavíkurflugvöll orðnir álíka margir og allt árið 2011.
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 64.672 erlendir ferðamenn frá landinu í september síðastliðnum eða um þrettán þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Er þetta fjórði mánuðurinn á árinu þar sem aukningin fer yfir 20% milli ára.