Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil fjölgun erlendra ríkisborgara
Föstudagur 28. desember 2007 kl. 10:11

Mikil fjölgun erlendra ríkisborgara

Fjöldi erlendra ríkisborgara á Suðurnesjum eykst verulega á milli ára eða frá því að vera 1374 í byrjun desember í fyrra í 1806 nú í byrjun desember. Langflestir þeirra hafa búsetu í Reykjanesbæ og þar hefur fjölgun þeirra orðið mest, voru 794 fyrir ári en töldust vera 1207 nú í byrjun desember. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Pólverjar eru í miklum meirihluta þeirra erlendu ríkisborgara sem búsetu hafa á Suðurnesjum, eða 1171 af heildartölunni. Í byrjun desember á síðasta ári voru þeir 779.  817 þeirra eru skráðir með búsetu í Reykjanesbæ en þar voru þeir 465 fyrir ári síðan.

Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 1,537 á einu ári, voru 18,878 þann 1. desember 2006 en voru orðnir 20,415 í byrjun desember á þessu ári. Í Reykjanesbæ voru íbúar orðnir 13,256 talsins þann 1. desember en voru 11,926 á sama tíma fyrir ári.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Garðskaga
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024