Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil fækkun frá metárinu 2007
Föstudagur 8. janúar 2010 kl. 08:37

Mikil fækkun frá metárinu 2007


Fjöldi farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember var næstum sá sami og árið 2008 eða um 91 þúsund farþegar. Fjölgunin er óveruleg, eða sem nemur 166 farþegum.
Farþegum til og frá Íslandi fækkaði í mánuðinum um 4% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um 27%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegum sem farið hafa um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um 24% frá því þeir voru flestir, en það var árið 2007.

Í fyrra fóru 1.658.419 farþegar um Leifsstöð. Árið 2008 fóru 1.991.338 farþegar um Leifsstöð og er fækkunin milli ára 16,7%. Metárið 2007 var farþegafjöldinn 2.182.232.

mbl.is greinir frá