Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 16. nóvember 2001 kl. 11:49

Mikil fækkun farþega í Leifsstöð

Umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið dróst saman um 30% í október miðað við sama mánuð í fyrra og farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fækkað umtalsvert síðustu mánuði. Að sögn Flugumferðarstjórnar má rekja samdráttinn að miklu eða öllu leyti til hryðjuverkaárása á Bandaríkin í september síðastliðnum.

Samkvæmt tölum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar um fjölda farþega hefur þeim fækkað um 82.000 á síðastliðnum fimm mánuðum miðað við sömu mánuði í fyrra en hlutfallslega er fækkunin langmest í haust. Mesta fækkunin er á farþegum sem millilenda á landinu á leið yfir Atlantshafið.

Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024