Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikil fækkun alvarlega slasaðra í þéttbýli á Suðurnesjum
Þriðjudagur 3. júlí 2012 kl. 10:25

Mikil fækkun alvarlega slasaðra í þéttbýli á Suðurnesjum

Samkvæmt nýútkominni skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys á árinu 2011 kemur í ljós að alvarlega slösuðum á Suðurnesjum fækkaði um 7 frá árinu á undan. Þetta er nánast helmingsfækkun alvarlega slasaðra en 8 slösuðust árið 2011, en þeir voru 15 árið 2010. Langflestir þeirra sem slasast alvarlega á svæðinu lenda í slysum utanbæjar eða 7 talsins. Á hinn bóginn varð umtalsverð fjölgun meðal þeirra sem urðu fyrir minni háttar meiðslum, en þeir voru 81 fyrra árið, en 105 á síðasta ári. Ekkert banaslys varð á árinu á Suðurnesjum en á landinu öllu urðu 12 banaslys í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Góður árangur hefur náðst í að koma í veg að fólk slasist alvarlega innan þéttbýlis, en þeir voru 9 árið 2010, en aðeins einn í fyrra.


Þegar slys á árunum 2007 – 2011 eru skoðuð með tilliti til staðsetningar kemur í ljós að flest hafa þau orðið á Reykjanesbraut (brú yfir Vatnsleysustrandarveg – Grindavíkurvegur eða 4,7 á hvern kílómetra á tímabilinu. Næst kemur Grindavíkurvegur frá Reykjanesbraut að Gerðavöllum í Grindavík með 2,8 slys á hvern kílómetra og í þriðja sæti er Reykjanesbraut frá Grindavíkurvegi að Njarðvíkurvegi eða 2,4 slys á kílómetra.Þegar skoðað er hvers eðlis þessi slys eru kemur í ljós að í einu tilfelli var ekið á hjólreiðamann, bifhjólamaður ók bifhjól út af vegi, tvær aftanákeyrslur urðu og leiddu til alvarlegs slyss, einn féll af reiðhjóli og í tvígang var ekið út af vegi hægra megin. Í annarri aftanákeyrslunni slösuðust tveir alvarlega.

Umferðarstofa vekur athygli á slysakorti sem er á vefnum www.us.is og á forsíðunni er borði sem á stendur Slysakort. Þar geta allir skoða slysastaði í sínu nærumhverfi.